03.11.2023
Farskóli FÍSOS
Árlegur farskóli FÍSOS fór að þessu sinni fram í Amsterdam dagana 10. – 13. október. Fjórir starfsmenn safnsins fóru á farskólann og sóttu ýmis konar söfn heim og fræddust um fjölbreytta starfsemi þeirra, þ.á.m. sýningar og sýningagerð, varðveislurými, forvörslu og fræðslu.