Fara í efni

Fréttir

Svipmynd frá Amsterdam.
03.11.2023

Farskóli FÍSOS

Árlegur farskóli FÍSOS fór að þessu sinni fram í Amsterdam dagana 10. – 13. október. Fjórir starfsmenn safnsins fóru á farskólann og sóttu ýmis konar söfn heim og fræddust um fjölbreytta starfsemi þeirra, þ.á.m. sýningar og sýningagerð, varðveislurými, forvörslu og fræðslu.
Rökkurganga
02.11.2023

Rökkurganga

Bjóðum öll velkomin á Rökkurgöngu í Glaumbæ þann 10. desember! Safnið og kaffihúsið verður opið milli kl. 15 og 17 en sögustund í baðstofunni hefst um kl. 15:20. Við hvetjum fólk til þess að mæta með góða skapið og vasaljós, hlökkum til að sjá ykkur!
Sögupersónur í Vetrardagur í Glaumbæ skera út í laufabrauð.
02.11.2023

Aðventugleði

Bjóðum öll velkomin á aðventugleði í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember kl. 16-18. Útgáfuhóf bókarinnar "Vetrardagur í Glaumbæ" og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler. Þá verður líf og fjör á safnsvæðinu.
Útgáfuhóf hjá Þjóðminjasafni Íslands
02.11.2023

Útgáfuhóf hjá Þjóðminjasafni Íslands

Við vekjum athygli á útgáfuhófi bókarinnar „Á elleftu stundu“ eftir Kirsten Simonsen í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 14.
Vel heppnuð hrekkjavaka
31.10.2023

Vel heppnuð hrekkjavaka

Á laugardaginn var metaðsókn á hrekkjavöku í Glaumbæ þegar um 300 gestir komu til að upplifa hrollvekjandi stemmningu í gamla bænum, gæða sér á skelfilega girnilegum veitingum og föndra skuggalega hluti í Áshúsi.
Upptaka af málþingi komin í loftið / A recording of the symposium is now online
26.10.2023

Upptaka af málþingi komin í loftið / A recording of the symposium is now online

Þá er upptakan frá málþinginu um Torfarfinn, sem haldið var þann 4. september síðastliðinn, komin í loftið! / The recording from the symposium about the turf heritage is now available online!
Sögustund og skuggalísur í baðstofunni.
17.10.2023

Hrekkjavaka þann 28. október

Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ laugardaginn 28. október frá kl. 18-21.
Nemendur og kennarar frá smíðadeild NTNU háskólanum í Þrándheimi í Noregi vinna í vegg á Syðstu-Grun…
12.09.2023

Námskeið fornverkaskólans

Mikið var um dýrðir hjá Fornverkaskólanum nú í september, en tvö námskeið voru haldin í torfhleðslu, annað á Tyrfingsstöðum og hitt á Syðstu-Grund.
Torfarfurinn: Málþing / The Turf Heritage: Symposium
18.08.2023

Torfarfurinn: Málþing / The Turf Heritage: Symposium

Málþingið Torfarfurinn - Varðveisla byggingarhandverks verður í Kakalaskála í Skagafirði þann 4. september næstkomandi. Hér má sjá dagskrána og skráningin er hafin. / The symposium The Turf Heritage - The Preservation of Traditional Building Methods will be held in Kakalaskáli in Skagafjörður on September 4th. The program has been published here and registration started.
Gleðilega hinsegin daga! / Happy pride!
11.08.2023

Gleðilega hinsegin daga! / Happy pride!

Við erum öll eins og við erum. Byggðasafn Skagfirðinga stendur stolt með hinsegin fólki, nú eins og alltaf, og óskar öllum gleðilegra hinsegin daga! / We are all as we are. The museum proudly stands with queer people, now as always, and wishes everyone happy pride!