Fara í efni

Safnhúsin

Safnsvæði Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ.Starfsemi safnsins er í nokkrum húsum að  Glaumbæ á Langholti. Sýning er í gamla torfbænum í Glaumbæ (til vinstri á myndinni) sem er í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, í húsinu frá Ási í Hegranesi (lengst t.h. á myndinni) er sýning og kaffistofa og í  Gilsstofunni (fyrir miðju á myndinni) eru sýningar í vinnslu.

Miðasala og safnbúð er í Garðsenda, litlu húsi við innganginn að safnsvæðinu. Skrifstofur safnsins eru í prestssetrinu norðan við Glaumbæjarkirkju. Víðimýrarkirkja, sem er í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafnið rekur, er opin til sýnis yfir sumartímann.