6. mars Fjölskyldufjör

18. maí Alþjóðlegi safnadagurinn
Í tilefni safnadagsins þann 18. maí verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými safnsins í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16. Einstakt tækifæri til að virða fyrir safnkostinn sem ekki er í sýningum safnsins og til að berja varðveislurýmið augum. Það verður heitt á könnunni, við hlökkum til að taka á móti ykkur!Þá verður kaffihlaðborð á boðstólnum í Áshúsi og frítt að heimsækja safnsvæðið í Glaumbæ milli kl. 14-16 og boðið upp á leiðsögn kl. 14.
17. júní Þjóðhátíðardagurinn
Í tilefni af 17. júní verður hátíðarkaffihlaðborð í Áshúsi kl. 12-16 með ýmsum kræsingum.18. júlí Mark Watson dagurinn
Í tilefni af afmæli enska aðalsmannsins Mark Watson stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ 18. júlí. Lesa má um framlag Watson til Glaumbæjar hér.27. - 29. ágúst Grindarsmíðanámskeið á Tyrfingsstöðum
Námskeiðið er orðið fullt. Nánari upplýsingar um námskeið Fornverkaskólans hér.
29. ágúst Torfarfurinn
Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþingi í Kakalaskála í Skagafirði þann 29. ágúst næstkomandi, frá kl. 14-18.30. ágúst - 1. september Torfhleðslunámskeið á Minni-Ökrum
Námskeiðið er orðið fullt. Nánari upplýsingar um námskeið Fornverkaskólans hér.
8. - 12. september Tjörgunarnámskeið
Dagana 8.-12. september næstkomandi verður haldið tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Hópur handverksmanna frá Noregi er á leið til landsins til að leiðbeina og taka þátt í námskeiðinu, en viðfangsefni námskeiðsins verður að tjarga Auðunarstofu á Hólum. Kennari á námskeiðinu er Tor Meusburger, sem hefur tjargað allnokkrar stafakirkjur í Noregi.
Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.
31. október Hrekkjavaka

Sýningarnar taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá. Í baðstofunni verða draugasögur og fróðleikur um gömul hindurvitni og uppruna hrekkjavökunnar.
Í Áshúsi verður vinnustofa fyrir yngri kynslóðina þar sem hægt verður að skera út grasker og rófur, einnig verður hægt að kaupa léttar veitingar.
Aðgangur er ókeypis fyrir börn og grímuklædda fullorðna. Börn 12 ára og yngri skulu vera í fylgd með fullorðnum.
30. nóvember Rökkurganga
Fyrsta í aðventu verða hús safnsins skreytt frá gólfi upp í rjáfur og sögustund venju samkvæmt í Glaumbæ ásamt hátíðarhlaðborði í Áshúsi.Þá má lesa nánar um alla viðburði safnsins á Facebook.