Finnst þér fortíðin heillandi? Hefur þú áhuga á sögu og minjum? Viltu starfa í fallegu umhverfi í góðum félagsskap? Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar; Verkefnastjóri matarupplifunar og sumarstörf við safnvörslu og í kaffihúsi. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2023.
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem var að líða. Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga hefur haft í nógu að snúast enda gestafjöldinn aldrei verið meiri en safnið tók á móti 65.437 manns árinu, hvorki meira né minna. Fyrra metið var frá árinu 2016 en þá voru gestirnir 46.051.