27.10.2025
Hryllilega gaman í Glaumbæ!
Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.