Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeið hjá Fornverkaskólanum. Um er að ræða námskeið í grindarsmíði á Tyrfingsstöðum 27. til 29. ágúst og námskeið í torfhleðslu á Minni-Ökrum 30. ágúst til 1. september.
Um er að ræða umhirðu á lóð safnsins í Glaumbæ, kirkjugarð og nánasta umhverfi. Lóðin er rúmur hektari að stærð. Slá þarf svæðið í heild sinni aðra hvora viku til að halda því snyrtilegu, alls um sex skipti yfir sumarið.
Úthlutun úr fornminjasjóði 2025 hefur nú farið fram en Byggðasafn Skagfirðinga fékk 7.000.000 kr. fyrir verkefnið Verbúðalíf á Höfnum - rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga.
Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2025 hefur nú farið fram en 178 verkefni, af 242 sem sóttu um, fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 265.500.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 7.500.000 kr.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna sem mættu síðastliðinn fimmtudag á Fjölskyldufjör! Það var skemmtileg dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra og opið í kaffihúsið.
Úthlutun úr Safnasjóði fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar 2025 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 6.300.000 króna styrk.