31.12.2025
Áramótakveðja og annáll ársins 2025
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem er að líða. Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga hefur haft í nógu að snúast, en safnið tók á móti 65.017 manns á árinu, þar af 61.126 í Glaumbæ og 3.891 í Víðimýrarkirkju.