Síðdegis í gær fengum við óvænta hópabókun en áætlanir hópsins höfðu breyst skyndilega vegna veðurs þannig þau þurftu að finna nýtt atriði til að setja á dagskrá.
Fornverkaskólinn verður með opinn dag á Syðstu-Grund næstkomandi laugardag, þann 10. ágúst. Öll eru velkomin að koma og skoða, eða aðstoða okkur við að þekja yfir gömlu útihúsin á staðnum.
Þá eru sjötta og sjöunda vikan á Höfnum að baki, en uppgreftri á Höfnum er lokið að sinni. Eftir stendur að hnýta lausa enda og ganga frá svæðinu og verður það gert seinna í sumar.
Steininn tók úr á dögunum þegar vasaúri með úrfesti var stolið úr lokuðu sýningarborði, sem fram að þessu hefur þótt tryggur geymslustaður, en til að stela slíkum grip þarf einbeittan brotavilja.
Fyrsti dagur ársins í björgunarrannsókn á Höfnum sem styrktur er af Fornminjasjóði. Veðrið fór óblíðum höndum um starfsfólkið en dagurinn einkenndist af hávaðaroki og slyddu á köflum.