11.03.2025
7,5 milljónir úr húsafriðunarsjóði
Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2025 hefur nú farið fram en 178 verkefni, af 242 sem sóttu um, fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 265.500.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 7.500.000 kr.