Fara í efni

Fornverkaskólinn valinn sem fyrirmyndarverkefni NICHE-2

Fornverkaskólinn fékk nýverið upplýsingar um að verkefnið hafi verið notað sem dæmi um fyrirmyndarverkefni í samstarfsverkefninu NICHE-2 um óáþreifanlegan menningararf.
 
Umfjöllunina um Fornverkaskólann og fleiri frábær verkefni má finna í meðfylgjandi skjali:
Galdrasýningin á Ströndum er meðal þátttakanda í samstarfsverkefni á vegum Erasmus+ sem kallast NICHE 2 (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship). Nánar má lesa um verkefnið á vef þeirra: https://galdrasyning.is/frettir/
 
Verkefninu er stýrt af Þekkingarneti Þingeyinga og samstarfsaðilar eru frá 6 löndum: Króatíu, Frakklandi, Íslandi, Ítalíu, Belgíu og Spáni. Verkefnið hefur það að markmiði að efla svið óáþreifanlegs menningararfs (ICH) með því að samþætta umhverfis- og sjálfbærnifærni í þjálfun og starfsháttum.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu NICHE-verkefnisins; https://www.nicheproject.eu/index.php
 
Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu og afurðum verkefnisins og við þökkum hlýjan hug í garð Fornverkaskólans!