Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna á Rökkurgöngu í gær en hátt í 70 manns mættu á viðburðinn.
Hús safnsins voru skreytt hátt og lágt og eins og hefð er fyrir þá var sögustund í baðstofunni og félagar úr þjóðháttafélaginu Handraðanum og Kvæðamannafélaginu Gefjunni fór með kveðskap og sýndu tóvinnu, kertagerð og fleira.
Í Áshúsinu gátu gestir síðan gætt sér á smákökum og öðru góðgæti og verslað kræsingar frá Elínborgu frá Breiðargerði, Amber frá Ísponica og Völu frá KaffiKorg.
Það var því sannur jólaandi sem sveif yfir safnsvæðinu og gestir lærðu ýmislegt um jólaundirbúning í "gamla daga".
Við færum félögum í Handraðanum og Gefjunni sérstakar þakkir fyrir komuna og hjálpina við að glæða gamla bæinn lífi. Að lokum þökkum við safnasjóði fyrir stuðninginn.