Fara í efni

Við kveðjum sumarið og hlökkum til vetrarins í Glaumbæ

Eftir annasamt og viðburðaríkt sumar líður að því að safnið verði opið eftir samkomulagi, eða frá 21. október nk. Síðasti opnunardagur kaffihúsins í Áshúsi var í dag og hefur því verið lokað fyrir veturinn. Það sem af er ári hafa 60.173 manns heimsótt Glaumbæ, sem er fjölgun frá því í fyrra. Við færum gestum okkar hjartans þakkir fyrir komuna!

Áhugasömum um að heimsækja safnið eða kaffihúsið er bent á að hafa samband í gegnum netfangið byggdasafn@skagafjordur.is eða í síma 455 6173. Við reynum að vera eins liðleg og við getum og opnum safnið fyrir öllum sem eftir því óska, eins og kostur er.

Loks vekjum við athygli á komandi viðburðum – annars vegar í tilefni af Hrekkjavöku, þann 31. október, þá verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ! Hins vegar á árlegri Rökkurgöngu fyrsta í aðventu, 30. nóvember. Kaffistofan í Áshúsi verður opin og sannur hátíðarbragur yfir svæðinu. Endilega fylgist með okkur á Facebook til að fá fréttir af viðburðum!

///

After a busy and eventful summer, the museum will soon be open by appointment only, starting on October 21. Today was the last opening day of the Áshús Café, which is now closed for the winter. So far this year, 60.173 people have visited Glaumbær — an increase from last year. We extend our heartfelt thanks to all our visitors!

Those interested in visiting the museum or the café are kindly asked to contact us at byggdasafn@skagafjordur.is or by phone at 455 6173. We do our best to be as accommodating as possible and open the museum for anyone who requests a visit, whenever we can.

Finally, we draw attention to our upcoming events — first, our Halloween celebration on October 31, when it will be frightfully fun at Glaumbær! And then the annual Twilight Walk on the first Sunday of Advent, November 30. The café in Áshús will be open, and there will be a truly festive atmosphere throughout the area. We encourage you to follow us on Facebook.