16.10.2025
Við kveðjum sumarið og hlökkum til vetrarins í Glaumbæ
Eftir annasamt og viðburðaríkt sumar líður að því að safnið verði opið eftir samkomulagi, eða frá 21. október nk. Síðasti opnunardagur kaffihúsins í Áshúsi var í dag og hefur því verið lokað fyrir veturinn. Það sem af er ári hafa 60.173 manns heimsótt Glaumbæ, sem er fjölgun frá því í fyrra. Við færum gestum okkar hjartans þakkir fyrir komuna!