Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna á Rökkurgöngu sl. sunnudag. Hús safnsins voru skreytt hátt og lágt og eins og hefð er fyrir þá var sögustund í baðstofunni sem var vel sótt að venju.
Lokaskýrslan fyrir torfhúsarannsókn Byggðasafns Skagfirðinga er komin út. / The final report for the turf house survey conducted by the Skagafjörður Heritage Museum has been published.
Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 1. nóvember frá kl. 17-20! Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþingi í Kakalaskála í Skagafirði þann 8. nóvember n.k. Málþingið er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur í tilefni af stórafmæli hennar. Farið er fram á skráningu á heimasíðu safnsins fyrir 6. nóvember.
Almennum opnunartíma safnsins er nú lokið að sinni en frá 21. október til 31. mars er safnið opnað eftir samkomulagi. / The museum's regular opening hours are currently closed, but from October 21 to March 31, the museum can be opened by arrangement.
Dagana 2.-4. október skelltu nokkrar af starfsfólki safnsins sér í Farskóla safnamanna 2024 á Akureyri ásamt ríflega 150 öðrum þátttakendum af öllu landinu.
Dagana 17-18. september fengum við í heimsókn nemendahóp af arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hópurinn kom í Skagafjörð m.a. til að kynnast torfarfinum okkar.