Fara í efni

Farskóli FÍSOS

Svipmynd frá Amsterdam.
Svipmynd frá Amsterdam.
Árlegur farskóli FÍSOS fór að þessu sinni fram í Amsterdam dagana 10. – 13. október. Fjórir starfsmenn safnsins fóru á farskólann og sóttu ýmis konar söfn heim og fræddust um fjölbreytta starfsemi þeirra, þ.á.m. sýningar og sýningagerð, varðveislurými, forvörslu og fræðslu. Það er óhætt að segja að starfsfólk safnsins hafi farið reynslunni ríkara aftur heim og ný þekking mun koma að góðum notum í starfsemi safnsins. Nokkrar myndir úr ferðalaginu má sjá hér.
 
Kærar þakkir fyrir okkur #farskóli2023 og FÍSOS!