Fara í efni

Hrosshármottan

Þessi fallega gólfmotta (BSk.1991:47-1172) er til sýnis og prýði á lofti Áshússins við Glaumbæ. Hún er hekluð úr hrosshári, 77 x 54 cm að stærð. Jóna Kristín Guðmundsdóttir (1899-2004), sem lengi bjó í Berghyl í Fljótum, heklaði hana og gaf vinkonum sínum í Litlu-Brekku á Höfðaströnd árið 1945. Jóna var fædd og uppalin á Minni-Brekku í Austur-Fljótum. Hún lærði fatasaum áður en hún hóf búskap sem kom sér vel, bæði fyrir hana sjálfa og nágrannana en þessi fallega unna hrosshársmotta ber þess vitni að konan kunni meira fyrir sér en fatasaum.

Kristbjörg S. Bjarnadóttir (f.1935) í Litlu-Brekku gaf mottuna til byggðasafnsins, en það voru hún og móðir hennar sem fengu mottuna að gjöf frá Jónu 1945. Þær Jóna og hún voru sveitungar, báðar úr Fljótunum. 

Pétur Jónasson (1877-1957), Minni-Brekku í Fljótum, spann hrosshárið í mottuna. Hann þótti flinkur við spunann.