Fara í efni

Rannsóknarstefna

Fornleifarannsóknir í Glaumbæ árið 2009.Rannsóknir skapa nýja þekkingu og eru forsendur fræðslu og miðlunar. Stefna Byggðasafns Skagfirðinga er að stunda þverfaglegar rannsóknir á menningararfi Skagfirðinga í þeim tilgangi að byggja upp héraðsbundna þekkingu, efla áhuga og vitund um sögu og umhverfi og fjölga möguleikum á nýtingu menningarminja, t.d. í ferðaþjónustu.

Einnig er áhersla lögð á samstarf um rannsóknir við ýmsa aðila, bæði innan héraðs og utan, innlenda sem erlenda. Niðurstöðum rannsókna er miðlað í formi sýninga, rita, skýrsla, greina, í fjölmiðlum og öðru formi miðlunar. s.s. heimasíðu eða samfélagsmiðlum. Helstu rannsóknarflokkar eru:

  • Rannsóknir á safngripum og þjóðháttum þeim tengdum.
    Markmiðið er að stunda rannsóknir á safngripum og þjóðháttum þeim tengdum. Rannsóknir safngripa beinast sérstaklega að safngripum tengdum húsbúnaði, þrifum, torfbyggingum og búnaði manna og hesta til ferðalaga.
  • Rannsóknir á torfhúsaarfinum.
    Markmiðið er að stunda heimildaöflun og rannsóknir á torfbyggingum og þeim óáþreifanlegum menningararfi sem felst í handverksþekkingunni við torf- og grjóthleðslu, s.s. efni og tækni. Safnið miðlar þekkingunni til almennings í formi erinda, rita og námskeiða.
  • Fornleifarannsóknir.
    Fornleifarannsóknir beinast að byggðasögu og byggðaþróun á menningararfi Skagfirðinga. 
Rannsóknir eru forsendur gagnvirkra vinnubragða við söfnun, fræðslu, miðlun og nýsköpun þekkingar.
  • Rannsóknir má nýta við uppbyggingu og eflingu á fræðslu og í menningartengdri ferðaþjónustu.
  • Rannsóknir leiða til miðlunar nýrrar þekkingar, fróðleiks, og stuðla að vitneskju um minjar og menningarumhverfinu, sem er forsenda minjaverndar.
  • Vinna við sýningu er auðveldlega hægt að setja upp sem rannsóknarferli, þar sem sýningin er markmiðið, afurðin. Sýningar hafa ekki hlotið jafn viðurkenndan sess sem rannsóknaniðurstöður, eins og rannsóknaskýrslur. Samkvæmt orðanna hljóðan bera það með sér hvers afurð þær eru, þar sem aðferðin að baki sýningarvinnunni er yfirleitt ekki augljós. Áhorfandi skynjar sýningu sjaldnast sem rannsóknarniðurstöðu, nema hún sé sett í það samhengi, enda gildir þetta ekki um allar sýningar.