Fara í efni

Vetrardagur í Glaumbæ

Hér er komið sjálfstætt framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ. Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilis hundinum Ysju við jólaundirbúning. Í sögunni er leitast við að draga fram raunverulegar frásagnir og lýsingar út frá heimildum og gæða þær lífi.

Óumbeðin en mikilvæg meðmæli!
Ég rakst á auglýsingu um þessar barnabækur, sem Byggðasafnið í Skagafirði gefur út, fyrir algjöra tilviljun. Stundum koma nefnilega bestu bækurnar út fyrir utan deigluna og fara því fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Ekki láta það gerast í þessu tilfelli!
Fyrir minn smekk eru þetta eiginlega fullkomnar barnabækur. Myndirnar eru fallegar og sögurnar fullar af töfrunum sem fylgja því að vera barn. Vissulega er heimur barnanna í bókunum fjarri okkur í tíma, en þá kemur sér svo vel að börn hafa ekki glatað ímyndunaraflinu. Þær draga líka línuna frá gamla tímanum til nútímans og halda þannig þráðunum saman.
Eins er í þeim allskonar fróðleikur fyrir þau sem eldri eru, enda byggja þær á raunverulegum sögum og munum sem geymd eru á byggðasafninu. Mæli ítrekað með.

- Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur

Bækurnar koma út á íslensku, ensku, þýsku og frönsku. Hér er hægt að kaupa eintak af bókinni og fá senda í pósti. Vinsamlegast tilgreinið á hvaða tungumáli óskað er eftir í athugasemdum.

Endursöluaðilum og skólum er bent á að hafa samband við safnið í síma 453 6173 eða byggdasafn@skagafjordur.is.