Fara í efni

Byggðamerki nr.1

Byggðamerki nr.1

Lilja Sigurðardóttir í Ásgarði (Víðivöllum) saumaði þennan fána fyrir Alþingis­hátíðina árið 1930. Sýslunefndin fól henni að skreyta tjaldbúð Skagfirðinga á hátíð­inni. „Þau skilyrði setti jeg, að fá að hafa óbundnar hendur með tilhögun skreytingarinnar ... og var að því gengið“ (Lilja Sigurðar­dóttir í Hlín 41.tbl.1959,bls. 95). Tilmæli höfðu komið um það frá stjórnvöldum að hver sýsla bæri sitt eigið merki í skrúðgöngu við upphaf hátíðarinn­ar. Hugmyndasmiður þess var Lilja. Á því eru tákn­myndir fyrir Skaga­fjörð. Drangey og kerl­ing­­in minna á þjóðsöguna um nátttröllið sem dagaði uppi og á „vorbær­una“ sem alltaf gaf fugl, egg og fisk í bú á hverju vori. Sverðið og biskupsbagallinn tákna söguleg átök þegar menn börðust gegn vaxandi veldi kirkjunnar á miðöldum. Það að bagallinn liggur yfir sverðinu táknar að orðið sigraði vopnið. Hugmyndin var send Tryggva Gunnarssyni listmálara sem gaf góða ábendingar. Dúkinn óf Sigrún Jónsdótt­ir á Flugumýri en Lilja vann fánann að öðru leyti. Hann var tákn Skagafjarðar­sýslu til 1989. Söfnin, sem sýslan setti á fót, nota hann enn.