Fara í efni

Eldri sýningar

Eldri sýningar

 • Gömlu verkstæðin, voru til sýnis í Minjahúsinu á Sauðárkróki frá 2004-2017. Verkstæðin sýndu aðbúnað manna á litlu 20. aldar smáverkstæðunum sem brúuðu bilið milli smiðja forfeðranna og verksmiðja nútímans. Auk verkstæðanna var sýnd glæsilega uppgerð Ford A bifreið, árgerð 1930, sem Björn Sverrisson, þúsundþjalasmiður gerði við og lánaði safninu til sýningar. Verkstæðin voru:
  1. Vélaverkstæði Jóns Nikodemussonar sem hann reisti 1937 á Lindargötu 7.
  2. Trésmíðaverkstæði Ingólfs Nikodemussonar, sem hann vann í frá 1944 og fram á 9. áratug 20. aldar. Þeir bræður voru þúsundþjalasmiðir sem smíðuðu flest sín tæki sjálfir. Jón vann allt sem þurfti til vatnsveitulagna og Ingólfur var líkkistusmiður í hjáverkum.
  3. Úrsmíðaverkstæði Jörgens Franks Michelsens sem starfaði á Króknum frá 1909-1935. Verkstæðið er sett upp í hans stíl og með hans tækjum, en auk þess að gera við og flytja inn úr, seldi Michelsen reiðhjól fyrstur manna á Króknum.
  4. Söðlasmíðaverkstæðið er samsett úr munum sem sýna þróun reiðvera og handverkfæra þeim tengdum frá 1850-1950.
 • Hitt og þetta úr geymslunni var uppi frá 2011-2016. Merkilegir safnmunir voru kynntir og
 • Gersemar og gleðigjafar, þrír skagfirskir listamenn, þau Guðrún frá Lundi, Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jóhannes Geir, listmálari. Stóð frá 2011-2015.
 • Margt býr í moldinni. Fornleifarannsóknir í Skagafirði í Minjahúsinu Sauðárkróki. Þar var fjallað um árangur og afrakstur rannsókna Byggðasafnsins frá aldamótum 2000-2005. Stóð 2006-2010.
 • Glöggt er gests augað. Sýning á ljósmyndum frá Bruno Schweitzer, Páli Jónssyni, Daniel Bruun og fleirum. Unnið með Héraðsskjalsafni Skagfirðinga. Sumarsýning í Minjahúsinu á Sauðárkróki 2005.
 • Gömlu verkstæðin. Fjögur iðnaðarverkstæði, tré-, járn-, úr-, og söðlasmíðaverkstæði sem brúa bilið frá handverkfærum og eldsmiðju gamla bændasamfélagsins til tæknivæddra verksmiðja nútímans í Minjahúsið á Sauðárkróki 2002, föst sýning. Stendur enn.
 • Skagfirski barokmeistarinn var opnuð í Auðunarstofu, 30. júní 2002 um leið og stofan var formlega opnuð almenningi. Þar voru sýnd nokkur 17. aldar útskurðaverk Guðmundar Guðmundssonar frá Bjarnastaðahlíð, í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin var óður til glæsts sköpunarverks nútímans með verklagi miðalda. Sýningin var samstarfsverkefni byggðasafnsins, Hólaskóla, Þjóðminjasafns Íslands og Minjavarðar Norðurlands vestra.
 • Á Hólum í Hjaltadal var lítil sýning Ríðum heim til Hóla um reiðtygi og klyfjareiðskap, einskonar myndverk, á vegg í anddyri skólans. Sýningin stóð frá júlí 1997 til nóvember 2001.
 • Sýningin Staf og lavt - um norskan byggingararf frá miðöldum var samstarfsverkefni Hólaskóla, Hardanger Folkemuseum, Handverksregisteret Maihaugen í Noregi og byggðasafnsins. Kveikjan var bygging tilgátuhússins Auðunnarstofu hinnar nýju á Hólum sumarið 2001 og í Safnahúsinu á Sauðárkróki sumarið 2002 og var þá nefnd: Stafur og stokkur - norsk húsagerð á miðöldum. Skín við sólu. Tónlist í Skagafirði í 1000 árí Safnahúsinu á Sauðárkróki, sumarsýning 2001.
 • Heyr himna smiðurhét sýning sem byggðasafnið setti upp fyrir Skagafjarðarprófastsdæmi sumarið 1999, í tilefni kristnihátíðar. Þar voru sýnishorn varðveittra kirkjumuna úr prófastsdæminu, frá byggðasafni, Þjóðminjasafni Íslands og skagfirskum og siglfirskum kirkjum.
 • Sumarsýningar á Gilsstofuloftinu hafa verið: Árið 1998, Bara húsmóðir. Þar var stiklað á viðburðaríkum 60 árum í ævi húsmóður í sveit og skoðuð aðstaða við vinnu, vinnuferlið, heilishaldið og hugrenningar um það. Árið 1999 var fjallað um,Sturlunga öld. Árið 2000 var á loftinu sýningin Um kirkjur.Þar var fjallað um fyrstu kirkjur í Skagafirði. Nemendur 8. bekkjar Varmahlíðarskóla unnu sýninguna, bæði texta og teikningar, undir leiðsögn kennara síns og í samvinnnu við safnstjóra.
 • Mannlíf í torfbæjum,endurgerð fastasýningar í Glaumbær 1998. Er enn.
 • Járnsmíðaverkstæði Jóns Nikodemussonarí Minjahúsinu á Sauðárkróki, frá 1998. Er enn.
 • Í Áshúsi hafa verið sýningar tengdar jólahaldi fyrr á tíð frá 1995. Fjallað hefur verið um ýmis efni teng jólum.
 • Á Vindheimamelum var lítil sumarsýning, Hesturinn og þjóðin.Svipmyndir, sem Hestasport sf notaði sem ítarefni með hestasýningum sumurin 1995-1999.
 • Heyvinna og handverk - viðburðir á safnadegi hefur verið á hverju sumri síðan 1994.
 • Við fugl og fisk.Sumarsýningar 1993-2000. Þar var fjallað um útveg við Drangey, fuglaveiðar á flekum, bjargsig og fiskveiðar.
 • Í tilefni hátíðahalda sumarið 2000 voru sett tjöld með textum og myndum úr handritum, í Glaumbæjarkirkju. Þar var skoðað hvernig handrit greina frá fyrstu húsbændum í Glaumbæ og öðrum þekktum sögupersónum, sem koma þar við sögu.Gluggað í handrit,en svo heitir sýningin var einnig uppi sumarið 2001.
 • Sturlunga öld á Gilsstofulofti, sumarsýning 1999. Fjallaði um áhrif blóðugra átaka í Skagafirði á 13. öld.

Sérsýningar í Minjahúsi

 • frá 2011-2016 Gersemar og gleðigjafar, merkilegir safnmunir og kynntir voru til eliks þrír skagfirskir listamenn, þau Guðrún frá Lundi, Eyþór Stefánsson, tónskáld og Jóhannes Geir, listmálari.
 • frá 2006-2010 var þar sýningin Margt býr í moldinni þar sem fjallað var um heimildir um skagfirska sögu sem komið höfðu fram við fornleifarannsóknir í Skagafirði á undanförnum áratugum.
 • 2005 Glöggt er gests augað. Ljósmyndasýning. Opin allt árið.
 • 2002 Byggðasafns Skagfirðinga voru sett inn 3 verkstæði til viðbótar járnsmíðaverkstæði Jóns Nik. og opnuð sýning sem kölluð er Gömlu verkstæðunum. Þá var hálf öld var liðin frá opnun fyrstu sýningar safnsins í gamla bænum í Glaumbæ árið 1952.
 • 1998 - Járnsmíðaverkstæði Jóns Nikodeumssonar sem flutt var inn í húsið í heilu lagi og opnuð sýning á því. Samvinnuverkefni byggðasafns og Muna - og minjanefndar Sauðárkróks. sem voru sameinuð ári seinna og byggðasafninu falinn rekstur hússins.
 • 1996 - 2004. Sýning á munum úr einkasafni Kristjáns Runólfssonar, sem hýst var í húsinu frá 1997 til ársloka 2004.
 • Minjahúsið fékk nýtt útlit sumarið 2003 þegar það var skrautmálað á allar hliðar. Tilgangurinn er að vekja athygli á húsinu og hlutverki þess á meðan ekki er hægt að ráðast í viðgerðir á ytra byrði þess sem orðnar eru mjög aðkallandi þar sem múrhúð á öllu húsinu og flestir gluggar á efri hæðinni eru ónýt. Á austurhlið hússins er nafn þess og lína sem markar útlínur Skagafjarðar. Á suður- og norðurhliðar hafa verið sett tákn tímans, sól og máni. Gömlum munum ásamt skagfirsku táknunum sverðinu og biskupsbaglinum hefur verið stungið í jörðina, sem máluð er á allar hliðar nema vesturhlið. Allt hverfur til moldar með tímanum og allt er sprottið úr þeim sama jarðvegi. Verkfærin sem hafa verið máluð á húsið eru einskonar tákn um það sem hinn skagfirski jarðvegur hefur gefið af sér. Jafnframt eru þau tákn um það sem sjá má inni í húsinu. Hönnuður verksins er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson myndmenntakennari á Sauðárkróki. Liðsmenn við verkið með honum voru skólaliðar Vinnuskólans.
 • 1996-1998. Sýning á völdum gripum úr minjasafni Andrésar H. Valberg, sem gaf Sauðárkróksbæ allt minjasafn sitt árið 1988, en flestir munanna voru af Króknum.

 

Unnið fyrir aðra

 • 2010 „Íslenski hesturinn“. Munalán. Staður: Hólar í Hjaltadal. Sögusetur íslenska hestsins.
 • 2007 „100 ár í hjúkrun – stiklur“. Sýningarstjórn, textaskrif, val muna og mynda, uppsetning.
  Staður: Safnaðarheimilið á Sauðárkróki (Gamli spítali), 2007.
 • 2007 "Theodorsstofa". Lán muna og asðtoð við texta. Staður: Hólaskóli, Sögusetur íslenska hestsins. 2002 „Æfi og störf Stephans G. Stephanssonar“. Verkstjórn, hönnun, myndir og texti.
  Staður: Stephansstofa. Vesturfarasetrinu á Hofsósi, frá 2002.
 • 2006 „Saga Hólabiskupa“. Sýningargerð og -texti um sögu 34 biskupa á Hólum.
  Staður: Hólaskóli, frá 2006.
 • 2005 „Fyrirheitna landið“. Uppsetning sýningar um Mormóna í Utah.
  Staður: Þjóðmenningarhúsið, Reykjavík, 2005-2006. 2002 „Akranna skínandi skart. Íslenskur texti fyrir sýningu um landnám í Norður-Dakóta. Staður: Nýja-Konungsverslunarhúsið Vesturfarasetrinu á Hofsósi, frá 2002.
 • 2004 „Heimastjórn 1904“. Val muna, mynda og textaskrif f. muni og ljósmyndir.
  Staður: Þjóðmenningarhúsið, Reykjavík, 2004.
 • 2004 „Þögul leiftur“. Íslenskur texti fyrir sýningu um ljósmyndun í Vesturheimi.
  Staður: Frændgarður Vesturfarasetrinu á Hofsósi, frá 2004.
 • 2000 „Fyrirheitna landið. Ferðir íslenskra mormóna til Utah“. Textaþýðing og staðfærsla.
  Staður: Frændgarður, Vesturfarasetrið á Hofsósi, 2000-2005.