Fara í efni

Jólabjöllur

Löngu áður en jólatré urðu algeng á heimilum yfir jólin voru hengdar upp jólabjöllur og -kransar.

Þessar jólabjöllur (BSk.1869/1995:145) eru með elsta jólaskrauti í eigu Byggðasafns Skagfirðinga. Herfríður Valdimarsdóttir, í Brekku, keypti  þær í Reykjavík árið 1947. Þær voru hengdar upp á heimili hennar hver einustu jól í 50 ár. 

Bjöllurnar eru tvær. Þær eru úr gifsi, rauðlitaðar og með smá glimmeri. Þeim fylgir kóngablár silkiborði, lauf og blómsturblöð úr pappa. Þær eru ótrúlega fallegar miðað við háan aldur og mörg jól. 

Herfríður og Valdís dóttir hennar gáfu bjöllurnar til Byggðasafnsins árið 1995. Þær voru hengdar upp í Áshúsinu fyrir hver jól frá 1996-2012.