Fara í efni

Mykjukláfurinn

Mykjukláfur (BSk.312) úr furu. Hann er um 40 cm breiður og um 57 cm langur. Kláfurinn er stuðlakassi. Stuðlarnir eru um 61 cm háir. Fjalir í hliðum og göflum eru grópaðar inn í stuðlana og trénegldar. Botninn er á tréhjörum. Kláfurinn er allur liðaður og slitinn, annar gafl og botn eru viðgert af Hirti Kr. Benediktssyni, safnverði á sjötta áratug 20. aldar. Kláfurinn er tallinn kominn frá Hofi í Hjaltadal.

Mykjukláfar voru notaður undir kúamykju, og aðra mykju, eins og nafnið bendir til, þegar mykjan var borin á tún á vorin. Tveir kláfar voru hengdir á klakka á klyfbera, sinn hvoru megin. Klyfberinn var girtur á reiðing (torfdýnu), á hest. Mykjunni var mokað í kláfana þar til þeir voru fullir og hesturinn teymdur þangað sem mykju var vant. Botninn var eins og hleri á hjörum. Splitti var á botninum (niðurhleypunni) á móti hjörunum sem kippt var úr þannig að botninn (hlerinn) féll niður og innihaldið úr kláfnum þar með. Mykjan var sett í hrúgum sem svo var hreitt úr og dreift um túnið (völlinn).

 Mykjukláfurinn er uppi á hillu í Norðari skemmunni í gamla bænum í Glaumbæ.