Fara í efni

Fréttir

09.06.2021

Opnun Áshúss!

Áshúsið opnaði dyr sínar fyrir svöngum gestum á mánudaginn sl. og er það nú opið, líkt og sýningar safnsins, kl. 10-18 fram til 20. september. / Áshús has opened its doors to hungry guests and will be open every day between 10 and 18 o'clock until the 20th of september, which follow the same opening hours as the museums' exhibitions.
Sumaropnun Glaumbæjar og nafnagift nýja þjónustuhússins
21.05.2021

Sumaropnun Glaumbæjar og nafnagift nýja þjónustuhússins

Þá er komin sumaropnun hjá Byggðasafni Skagfirðinga! Frá og með 20. maí er opið alla virka daga kl. 10-18 fram til 20. september.
21.05.2021

Ærsladraugur á Alþjóðlega safnadeginum?

Við þökkum öllum fyrir sem "mættu" á rafræna viðburðinn okkar þann 18. maí í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum! Gaman er að segja frá því að þemað í ár var "Framtíð safna – Uppbygging og nýjar áherslur" og voru söfn hvött til að skoða þá fjölbreyttu rafrænu möguleika sem í boði eru til að miðla, fræða og skemmta. Af þessu tilefni ákváðum við hjá Byggðasafninu að spreyta okkur á "Facebook Live" og vera með viðburð þar sem yrði beint streymi frá leiðsögn um gamla bæinn. En það gekk aldeilis ekki áfallalaust!
10.05.2021

Lokað í safninu þessa vikuna//The museum will be closed this week

Byggðasafn Skagfirðinga lokar sýningum sínum í Glaumbæ fyrir gestum þessa vikuna vegna Covid-19 smita í Skagafirði.//The museum in Glaumbær is closed this week for visitors due to Covid infections in the area.
Auglýsum eftir Verkefnastjóra matarupplifunar!
24.03.2021

Auglýsum eftir Verkefnastjóra matarupplifunar!

Hefur þú reynslu af eldamennsku og bakstri? Ertu skapandi og hugmyndarík/ur? Brennur þú fyrir matarmenningu fortíðar? Þá gæti þetta verið starf fyrir þig!
02.10.2020

Sameiginlegt tákn safnanna í Skagafirði

Byggðasafn Skagfirðinga, Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Listasafn Skagfirðinga tóku sig saman og létu hanna fyrir sig nýtt auðkenni safnanna. Nýtt og sameiginlegt auðkenni er tákn um vilja safnanna til aukins samstarfs sín á milli, sem öll sinna skagfirskum menningararfi.
31.08.2020

Breyttur opnunartími 1. september/Notice of change in Opening Hours September 1st

Við vekjum athygli á breyttum opnunartíma sem tekur gildi á morgun, 1. september. Please note that from September 1st the opening hours of the museum will change.
31.07.2020

Vegna COVID-19

Safnið verður áfram opið eins og vanalega en við fellum niður daglegar leiðsagnir og leiki á laugardögum næstu tvær vikurnar hið minnsta. Gestir eru minntir á að virða 2 metra regluna og allir sameiginlegir snertifletir verða sótthreinsaðir reglulega. Við hvetjum safngesti okkar, sem og landsmenn alla, að hafa það hugfast að við erum öll almannavarnir.
30.07.2020

Góð heimsókn í Glaumbæ

Frábært var að fá Nathalie Jacqueminet, sérfræðing í forvörslu og safnafræðing, til ráðgjafar í Byggðasafninu í tæpar tvær vikur núna í júlí.
18.05.2020

„Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“

Í dag er Alþjóðlegi safnadagurinn og vegna Covid19 er honum fagnað á söfnum með stafrænum lausnum um heim allan. Að þessu sinni vilja söfnin vekja athygli á jafnrétti og fagna fjölbreytileikanum með yfirskriftinni „Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra“ (e. Museums for Equality: Diversity and Inclusion) en höfuðatriði samfélagslegs gildis safna er möguleikinn á því að bjóða fólki af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn að upplifa einstaka hluti. Það er gert til dæmis með því að vekja máls á ýmsum ójöfnuði, getur tekið til margra atriða; til dæmis þjóðernis, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, félagslegs bakgrunns, menntunarstigs, líkamlegrar getu, stjórnmálaskoðana og trúarbragða.