08.11.2022
Rannsóknir á Höfnum á Skaga í Landanum
Byggðasafn Skagfirðinga í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands vinnur að rannsókn á verstöðvunum (Hafnabúðum, Piltabúðum og Rifsbúðum) á Höfnum á Skaga. Þar er fjöldinn allur af minjum (hátt í 100), mest um sjósókn en einnig um landbúnað. Þarna gætir líka töluverðs landbrots af völdum sjávar og er sá hluti minjanna sem er alveg við sjávarbakkann, í mikilli hættu af þess völdum.