Fara í efni

Fréttir

30.07.2020

Góð heimsókn í Glaumbæ

Frábært var að fá Nathalie Jacqueminet, sérfræðing í forvörslu og safnafræðing, til ráðgjafar í Byggðasafninu í tæpar tvær vikur núna í júlí.
18.05.2020

„Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“

Í dag er Alþjóðlegi safnadagurinn og vegna Covid19 er honum fagnað á söfnum með stafrænum lausnum um heim allan. Að þessu sinni vilja söfnin vekja athygli á jafnrétti og fagna fjölbreytileikanum með yfirskriftinni „Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra“ (e. Museums for Equality: Diversity and Inclusion) en höfuðatriði samfélagslegs gildis safna er möguleikinn á því að bjóða fólki af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn að upplifa einstaka hluti. Það er gert til dæmis með því að vekja máls á ýmsum ójöfnuði, getur tekið til margra atriða; til dæmis þjóðernis, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, félagslegs bakgrunns, menntunarstigs, líkamlegrar getu, stjórnmálaskoðana og trúarbragða.
12.05.2020

Illeppar sem hlýjuðu fótum fyrr á öldum - vefsýning safna á Norðurlandi vestra

Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hafa undanfarin tvö ár verið að efla faglegt samstarf safnanna. Nú standa söfnin fyrir sameiginlegri vefsýningu á menningarsögulega gagnasafninu Sarpur.is. Sýningin ber heitið Illeppar sem hlýjuðu fótum fyrr á öldum og inniheldur nokkur sýnishorn af fallegum og skrautlegum illeppum sem varðveittir eru hjá söfnunum þremur.
14.04.2020

Vefsýningin „Um viðgerðir og endurnotkun“ birt á Sarpi

Opnað hefur verið fyrir vefsýninguna "Um viðgerðir og endurnotkun" á Sarpi. Hjá Byggðasafni Skagfirðinga eru varðveittir gripir sem sýna viðleitni fólks til að gjörnýta eigur sínar. Vefsýningin inniheldur gripi sem hafa verið viðgerðir eða fengið annað hlutverk en þeim var upphaflega ætlað. Ýmislegt má læra af neysluhegðun og hugviti forfeðra og formæðra okkar og við vonum að þessi litla sýning verði ykkur til ánægju og innblásturs.
02.04.2020

Brenda nýr deildarstjóri fornleifadeildar

Brenda Prehal hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Brenda er doktorsnemi við CUNY, The City University of New York, og er rannsóknarefni hennar heiðnir greftrunarsiðir á Íslandi. Brenda hefur reynslu af fornleifarannsóknum víðs vegar um landið frá árinu 2010, m.a. á Vestfjörðum, Mývatni og í Reykjavík, hún hefur einnig stundað fornleifarannsóknir í Noregi og á Skotlandi, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu í fornleifafræði við CUNY háskólann í New York.
01.04.2020

Styrkir úr Fornminjasjóði og Húsafriðunarsjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur styrki úr Húsafriðunarsjóði og Fornminjasjóði fyrir árið 2020. Húsafriðunarsjóður úthlutaði Byggðasafninu alls 3,2 milljónir króna og Fornminjasjóður 2,1 milljónir króna.
Byggðasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði
25.03.2020

Byggðasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur alls 4,1 milljón króna úr safnasjóði fyrir árið 2020. Tilkynnt var um úthlutunina í dag að Mennta- og menningarmálaráðherra hafi úthlutað alls 177.243.000 kr. úr safnasjóði, að fenginni umsögn safnaráðs. Tilgangur sjóðsins er að efla starfsemi safna í landinu.
Nýtt varðveisluhúsnæði
24.03.2020

Flutningum á safngripum í nýtt varðveisluhúsnæði lokið!

Í síðustu viku lauk mjög stórum áfanga í sögu Byggðasafns Skagfirðinga. Síðustu þrjú árin hefur starfsfólk safnsins unnið að pökkun og flutningi safngripa í nýtt varðveisluhúsnæði og er þeirri vinnu nú lokið. Allt hófst verkefnið með ákvörðun um að flytja sýningar safnsins á Sauðárkróki og geymslur úr Minjahúsinu í annað húsnæði. Með ýmiskonar krókaleiðum var að endingu ákveðið að flytja geymslur safnsins í bráðabirgðahúsnæði að Borgarflöt á Sauðárkróki.
21.03.2020

Sýningar í Glaumbæ loka vegna kórónaveiru / Museum is closed due to coronavirus

Kæru vinir, Byggðasafn Skagfirðinga lokar sýningum sínum í Glaumbæ fyrir gestum vegna Covid-19 faraldursins. Staðan verður endurskoðuð eftir páska, þann 14. apríl. Farið vel með ykkur og við hlökkum til að sjá ykkur vonandi fljótlega. Á meðan hvetjum við alla til að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum. // Dear friends, the museum in Glaumbær is closed for visitors due to the cororonavirus, the decision will be reconsidered on April 14th. Take care of yourselves and we hope to see you again soon. In the meantime we urge you to follow us on social media.
03.01.2020

Áramót

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem var að líða. Þá er rétt að líta um öxl og horfa yfir farin veg. Tímamót eru hjá Byggðasafninu um þessar mundir þegar leiðir skilja við dr. Guðnýju Zoëga fornleifafræðing eftir 16 ára farsælt starf hjá safninu.