Fara í efni

Fréttir

30.12.2016

Safngestafjöldi í Minjahúsinu tvöfaldaðist á milli ára

Á árinu 2016 varð mikil fjölgun safngesta bæði i Minjahúsinu á Sauðárkróki, þar sem tala þeirra næstum tvöföldaðist, og í gamla bænum í Glaumbæ. Samtals komu 49.520 manns á þessa tvo sýningarstaði safnsins.
23.12.2016

Gleðileg jól

Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga óskar öllum gleðilegra jóla og gæfuríks árs 2017.
06.12.2016

Gjaldskrárhækkun

Aðgangseyrir á sýningu safnsins í gamla bænum í Glaumbæ verður 1200 kr. fyrir hópa árið 2017. Frítt verður fyrir börn að 17 ára aldri og 1600 kr. fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.
27.10.2016

Góðir gestir

Sumarið var fljótt að líða og nú er kominn vetur. Við þökkum gestum okkar fyrir komuna í Glaumbæ, í Víðimýri og í Minjahúsið á Sauðárkróki.
12.09.2016

Doktorsnemi frá Chicago stundar rannsóknir með okkur í vetur

Í vetur verður Kathryn Catlin, Kat, hjá okkur á Byggðasafninu að stunda rannsóknir sínar á skagfirskum fornleifum. Hún er fyrsti doktorsneminn sem fær aðstöðu til fræðistarfa á safninu og bjóðum við hana hér með velkomna í hópinn.
18.07.2016

Mark Watson, íslenski fjárhundurinn og Glaumbær

Í dag minnumst við Marks Watsons, sem fæddist þennan dag 18. júlí árið 1906. Watson var mikill áhugamaður um íslenska fjárhundinn og hóf ræktun á honum á sjötta áratug 20. aldar. Afmælisdagur hans hefur verið tileinkaður íslenska fjárhundinum. Sá hinn sami Mark Watson gaf 200 sterlingspund árið 1938 til að hægt væri að viðhalda gamla torfbænum í Glaumbæ.
14.07.2016

Verðlaun

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut íslensku safnaverðlaunin þann 13. júlí, 2016.
11.06.2016

Frír aðgangur í Minjahúsinu

Ákveðið hefur verið að bjóða gestum í Minjahúsinu frían aðgang að sýningunum þar í allt sumar.
08.06.2016

Skotar í Fornverkaskóla

Nokkur undanfarin ár hafa skoskir starfsmenn ýmissa menningar- og minjastofnana og áhugasamir einstaklingar heimsótt Skagafjörð í þeim tilgangi að læra af okkur hvernig við nýtum og notum menningararf okkar. Á móti miðla þeir sínum aðferðum til okkar. Þannig felst gagnkvæmur ávinningur fyrir báða aðila í heimsókn þeirra. Í hópnum eru tíu manns og þau dvelja hjá okkur í viku.
01.06.2016

Víðimýrarkirkjuvarsla

Þjóðminjasafn Íslands hefur gert samning við Byggðasafn Skagfirðinga um rekstur Víðimýrarkirkju.