Byggðasafn Skagfirðinga óskar þeim söfnum sem tilnefnd eru til íslensku safnaverðlaunanna 2022 innilega til hamingju, en tilkynnt var um tilnefningarnar í dag. Þær eru:
- Byggðasafnið í Görðum – ný grunnsýning
- Gerðarsafn – nýjar áherslur í miðlun
- Hönnunarsafn Íslands – Í stafrænum tengslum
- Minjasafnið á Akureyri – safn í tengslum við samfélagið
- Síldarminjasafn Íslands – framúrskarandi fræðsluverkefni
Það eru Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa saman að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi.
Tilkynnt verður hvaða safn fær íslensku safnaverðlaunin á alþjóðlega safnadeginum, 18. maí næstkomandi.