Fara í efni

Sýningaropnun í Glaumbæ

Verið velkomin á opnun nýrra sýninga hjá Byggðasafni Skagfirðinga í dag milli kl. 14 og 16!
 
Í Áshúsi opnar sýningin "Íslenskir þjóðbúningar og Pilsaþytur", samstarfsverkefni Byggðasafnsins og Pilsaþyts þar sem fróðleikur, búningahlutar og skart verða til sýnis ásamt kyrtli Pilsaþyts sem vígður var í Miðgarði þann 22. apríl síðastliðinn. Einnig verður afhjúpaður sýningaskápur þar sem fimm glæsilegir þjóðbúningar verða til sýnis.
 
Í Gilsstofunni opnar sýningin "Torfbærinn: Heimili og vinnustaður" frá Skottu kvikmyndafjelagi sem unnin var í samstarfi við Byggðasafnið. Þar verður hægt að ferðast aftur í tímann með 360° gleraugum.
 
Þá verður hægt að skoða spjaldasýninguna "Villtar erfðalindir nytjaplantna" sem fjallar um villtar plöntur náskyldum landbúnaðarplöntum og möguleikunum sem felast í þeim, sérstaklega í sambandi við lofslagsvána, líffræðilegan erfðafjölbreytileika og fæðuöryggi. Sýningin er sett upp í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands Vestra og er fengin að láni frá Grasagarðinum í Reykjavík og stendur í Glaumbæ út júní.
 
Það verður því margt að sjá og eitthvað fyrir alla, hlökkum til að sjá ykkur!