Fara í efni

Fögnum ákvörðun um byggingu menningarhúss

Byggðasafn Skagfirðinga fagnar ákvörðun Byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingu menningarhúss en með því erum við skrefi nær að koma safnkostinum í varanlegt varðveisluhúsnæði sem uppfyllir skilyrdi Safnaráðs til húsnæðis viðurkenndra safna en viðurkenning safnaráðs er forsenda þess að söfn geti sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði.

Samkvæmt safnalögum hefur safnaráð það hlutverk að fjalla um viðurkenningu safna og afturköllun viðurkenningar áður en tillögur þar að lútandi eru sendar mennta- og menningarmálaráðherra. Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.

Það hyllir því undir að við getum tekið við stærri gripum á ný, hlúð vel að þeim gripum sem eru í varðveislu og haft aðgengi að þeim til rannsókna og sýninga.

https://www.feykir.is/.../haegt-ad-ad-hefjast-handa-um...