Fara í efni

Fréttir

03.12.2019

Starf deildarstjóra fornleifadeildar laust til umsóknar

Byggðasafn Skagfirðinga óskar eftir að ráða fornleifafræðing til starfa. Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að hafa yfirumsjón með rannsóknarstarfsemi Byggðasafns Skagfirðinga á sviði fornleifafræði, í samstarfi við safnstjóra og í samræmi við stofnskrá safnsins og samþykkta safnstefnu.
27.11.2019

Byggðasafn Skagfirðinga kom vel út í ferðavenjukönnun

Ánægjulegt var að sjá hve söfn á Norðurlandi komu vel út í könnun sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála um söguferðaþjónustu á Norðurlandi en þar kom fram að söfn eru vinsæl afþreying. Ferðamenn voru að jafnaði ánægðir með heimsóknina og fengu söfnin einkunnina 8,4 af 10 mögulegum hjá erlendum ferðamönnum, m.a. kom fram að 95% svarenda myndu mæla með Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ við fjölskyldu, vini og kunningja.
27.11.2019

Flutningar á gripum safnsins í Borgarflöt

Í gær hófust flutningar á safngripum úr Minjahúsinu á Sauðárkróki í bráðabirgðavarðveislurýmið á Borgarflöt. Um er að ræða 220 bretti með gripum sem þarf að flytja.
Á myndinni er faldbúningur frá 18. öld.
30.09.2019

Arfur Miklabæjar-Solveigar

Á dögunum bárust Byggðasafni Skagfirðinga merkisgripir. Um er að ræða skartgripi, tvær litlar kúpur og pinna sem fylgir þeim. Skartgripir þessir eru í sjálfu sér tiltölulega einfaldir og látlausir, en það sem gerir þá sérstaka er saga þeirra, sem er samofin einni þekktustu þjóðsögu Skagfirðinga, nefnilega sögunni af Miklabæjar-Solveigu.
Frá opnu húsi á Tyrfingsstöðum. Mynd/BÞ
02.09.2019

FJÖLMENNT Á OPNU HÚSI Á TYRFINGSSTÖÐUM

Hátt í 150 manns lögðu leið sína fram á Kjálka í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst, þegar gömlu húsin á Tyrfingsstöðum voru opnuð gestum og gangandi. Viðburðurinn Opið hús á Tyrfingsstöðum var haldinn í tengslum við Menningarminjadaga Evrópu 2019.
23.08.2019

Opið hús á Tyrfingsstöðum // Open doors at Tyrfingsstaðir

Á umliðnum árum hefur verið unnið markvisst að viðgerð og endurbyggingu torfhúsanna á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði með námskeiðahaldi og kennslu í fornu handverki. Húsin eru öll byggð úr timbri, torfi og grjóti að aldagamalli íslenskri hefð.
15.07.2019

Mark Watsons minnst í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson nk. fimmtudag stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Frá viðgerðum á Glaumbæ árið 2007. Mynd/SS
10.07.2019

Rannsókn um minja- og nytjagildi torfhúsa

Byggðasafn Skagfirðinga tekur þátt rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa, ásamt Þjóðminjasafni Íslands, Minjastofnun Íslands og Rannsóknamiðstöð ferðamála en Sigríður Sigurðardóttir fyrrum safnstjóri byggðasafnsins leiðir verkefni fyrir hönd Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
04.06.2019

Dagskrá júnímánaðar í Glaumbæ

Gamli bærinn í Glaumbæ opnar dyr sínar alla daga frá kl. 9-18 í sumar og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Áskaffi er opið frá kl. 10-18.
15.05.2019

Alþjóðlegi safnadagurinn í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir dagskrá í tilefni af alþjóðlega safnadeginum næstkomandi laugardag, 18. maí en þá verður gestum boðið að skoða gamla bæinn í Glaumbæ án endurgjalds. Bærinn og Áskaffi verður opið frá kl. 12-16.