Fara í efni

Dagskrá júnímánaðar í Glaumbæ

 

Gamli bærinn í Glaumbæ opnar dyr sínar alla daga frá kl. 9-18 í sumar og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Áskaffi er opið frá kl. 10-18.

Fimmtudaginn 6. júní er tilvalið líta við í Glaumbæ því á milli kl. 16-18 verður ungum gestum verður boðið á bak á hestum frá Syðra– Skörðugili. Strokkað verður smjör í Gamla bænum og leggjabú verður á hlaðinu.

Miðvikudaginn 19. júní leikur Eyjólfur Eyjólfsson tónlistarmaður á langspil í baðstofunni og segir frá sögu hljóðfærisins. Pilsaþytskonur mæta í sínu fínasta pússi í tilefni Kvenréttindadagsins. Dagskrá verður frá kl. 16-18.

Við minnum lögheimilisíbúa Svf. Skagafjarðar og Akrahrepps á ársmiðann sem gildir í eitt ár frá kaupum hans óháð fjölda heimsókna. Miðinn er á 1700 kr. en 1500 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Með ársmiðanum er vonast til fólk venji komur sínar sem oftast á safnið, mæti á viðburði með fjölskyldu og gesti, og taki þannig virkari þátt í starfsemi safnsins. Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára.

Gamli bærinn í Glaumbæ er í umsjón Byggðasafns Skagfirðinga en í eigu Þjóðminjasafns Íslands.

Verið velkomin í Glaumbæ!