Fara í efni

Fréttir

22.07.2015

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin komin á fullt

Í síðustu viku hófst uppgröftur á 11 aldar kristnum grafreit í Keflavík í Hegranesi en á næstu vikum verða um 20 manns við fornleifa- og jarðfræðirannsóknir víða í Hegranesi. Rannsóknunum stýra Guðný Zoëga, John Steinberger og Douglas Bolender. Þau eru í forsvari fyrir Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsókninnni (Skagafjörður Church and Settlement Survey - SCASS), sem er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga og University of Massachusetts í Boston / The Fiske Center for Archaeological Research. SCASS-verkefnið felst í að samnýta rannsóknir safns og skóla til að öðlast betri skilning á búsetulandslagi á fyrstu öldum byggðar og varð Hegranesið fyrir valinu sem rannsóknarefni.
27.05.2015

Safnið fær styrk frá uppbyggingarsjóði

Uppbyggingarsjóður hefur tilkynnt um styrki til útgáfu rits um þrifnaðarhætti í torfbæjum sem unnið er að og til námskeiða Fornverkaskólans.
15.05.2015

Safnadagarnir í Glaumbæ 17. og 18. maí 2015.

Sunnudaginn 17. maí n.k. er Íslenski safnadagurinn og mánudaginn 18. maí er Alþjóðlegi safnadagurinn. Það verður opið í Glaumbæ báða dagana frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Áskaffi er opið frá 11-16 sömu daga. Allir velkomnir.
12.05.2015

Heimildir í hitaveituskurði

Í gær og í dag hafa Skagafjarðarveitumenn hreinsað upp úr lagnaskurði á safnsvæðinu í Glaumbæ í þeim tilgangi að leggja í hann nýjar lagnir. Við notuðum tækifærið og hreinsuðum kanta skurðarins, sem er um 60 cm djúpur, til að kanna hvaða heimildir hann hefði að geyma um mannvirki og mannanna verk. Guðmundur St. Sigurðarson, fornleifafræðingur, hefur verið í skurðinum í dag og hreinsað, teiknað, myndað, mælt og staðsett ýmiskonar leifar mannvirkja og mannlegra athafna.
09.05.2015

Opnunartímar í sumar

Í maí er gestavakt á gamla bænum í Glaumbæ og Áshúsi milli 10 og 16 alla daga til 19. maí. Frá 20. maí til 20. september verður opið alla daga milli 9 og 18. Áskaffi er opið á sama tíma, nema 1.-19. maí en þá er kaffistofan opin 11-16. Sýningar og upplýsingaver í Minjahúsinu verða opin 12-19 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.
18.03.2015

Merkilegir búningar

Búningar þeir sem hafa verið, og verða, til sýnis í Áshúsinu hafa verið klæddir á nýjar gínur sem fara vel með búningana.
17.03.2015

Styrkir úr Fornminjasjóði og Safnasjóði

Minjastofnun Íslands hefur úthlutað þremur styrkjum til Byggðasafns Skagfirðinga, samtals 5 millj. kr. úr Fornminjasjóði og Safnaráð hefur úthlutað safninu 3 millj. kr. í styrki úr Safnasjóði.
16.03.2015

Styrkur úr Húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður leggur 700 þús. kr. til Tyrfingsstaðaverkefnisins á árinu 2015.
11.03.2015

Bandarískur styrkur til kirkju- og byggðasögurannsókna í Hegranesi

Byggðasafnið, ásamt bandarískum samstarfsaðilum, hefur fengið veglegan styrk til þriggja ára fornleifa- og jarðasjárrannsókna úr National Science Foundation/NSF. Styrkurinn er $688.000 eða um 90 milljónir króna. Rannsóknina köllum við Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina eða Skagafjörður Church and Settlement Survey. Rannsóknin er þverfaglegt samstarfsverkefni og um leið sjálfstætt framhald rannsókna Byggðasafnsins á fornum kirkjugörðum í Skagafirði og rannsóknum bandaríska teymisins á byggðaþróun á Langholt, sem staðið hafa yfir í nokkur ár. Henni verður nú beint að Hegranesi.
11.03.2015

Skýrsla um 3. áfanga strandminjaskráninga er komin á Gagnabankann

Undanfarin þrjú ár hefur Bryndís Zoëga, landfræðingur, skráð strandminjar út að austan. Skráningunni var skipt í þrjá áfanga og hinum þriðja og síðasta er nú lokið.