Fara í efni

Sæluvika

Dagana 25.-29. apríl verður hægt að koma hvenær sem er á opnunartíma safnsins milli kl. 10:00-16:00 og fara í fróðlegan og skemmtilegan ratleik, verðlaun í boði fyrir öll rétt svör.

Einnig verða daglegar leiðsagnir í boði í gamla bænum kl. 14:00.

Við minnum á ársmiðana, þar sem íbúar héraðsins þurfa einungis að greiða aðgangseyri einu sinni (1700 kr. almennt verð en 1500 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn) og fá þá miða sem gildir í heilt ár frá kaupum. Í kjölfarið geta þeir komið hvenær sem er og eins oft og þeir vilja, þeim að kostnaðarlausu.

Gleðilega sæluviku og verið velkomin í Glaumbæ!