Fara í efni

Hreint og öruggt hjá Byggðasafni Skagfirðinga

Byggðasafn Skagfirðinga tekur þátt í verkefni Ferðamálastofu sem byggir á erlendri fyrirmynd og ber heitið Hreint og öruggt / Clean & Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum þannig að þeir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar.

Í því felst eftirfarandi:

  • Við fylgjum tilmælum yfirvalda og förum eftir gildandi sóttvarnareglum.
  • Við leggjum mikla áherslu á þrif og sóttvarnir og förum eftir leiðbeiningum Landlæknisembættisins.
  • Við þrífum sameiginlega snertifleti vel og reglulega og vöndum öll þrif.
  • Við upplýsum og þjálfum starfsfólk reglulega um auknar áherslur á þrif og sóttvarnir.
  • Við upplýsum og leiðbeinum viðskiptavinum um áherslur okkar á þrif og sóttvarnir.
  • Við leggjum mikla áherslu á einstaklingsbundnar sóttvarnir; handþvott, notkun á handspritti, grímu og hönskum.
  • Við hugum vel að nándarmörkum.
  • Við notum snertilausar lausnir eins og kostur er.
  • Við hvetjum viðskiptavini til að huga vel að persónulegu hreinlæti og sóttvörnum.

Við vonum að upplifun þín verði ánægjuleg. Ef við getum gert betur, vinsamlegast láttu okkur vita.

Allar upplýsingar um Hreint og öruggt er að finna á www.ferdamalastofa.is. Þar er einnig hægt að koma á framfæri umsögnum um frammistöðu fyrirtækja varðandi þrif og sóttvarnir.

Hreint og öruggt er viðurkennt af WORLD TRAVEL & TOURISM COUNCIL.