Fara í efni

Flutningur á skrifstofum Byggðasafns Skagfirðinga

Það eru breytingar í aðsigi hjá Byggðasafni Skagfirðinga en skrifstofur og aðstaða starfsfólks Byggðasafnsins mun á næstu vikum færast yfir í prestssetrið í Glaumbæ. Þar er góð vinnuaðstaða og rými til að búa vel að öllu starfsfólki, bæði fastráðnu og sumarstarfsfólki.
Flutningur skrifstofu fornleifadeildar fram í Glaumbæ og aukin starfsemi á svæðinu hefur kallað á bætta aðstöðu og meira rými en Gilsstofan hefur upp á að bjóða. Gilsstofan hefur sinnt hlutverki sínu með mikilli prýði síðustu ár og nú verður loks hægt að gera henni og sögu hennar góð skil og leyfa henni að njóta sín með því að setja þar upp sýningu og opna hana fyrir gestum safnsins.
Verða þannig öll húsin á safnsvæðinu aðgengileg fyrir gesti og mynda saman skemmtilega heildarmynd og upplifun.

There are changes ahead for the Skagafjörður Heritage Museum. The museum offices will be moved into the vicarage in the next few weeks and Gilsstofa will become a part of the exhibitions and be open for guests in the future.