Fara í efni

Styrkir úr Fornminja- og Húsafriðunarsjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut í ár alls 6.820.000 króna í styrk úr Fornminja- og Húsafriðunarsjóði en þessi upphæð samanstendur af styrkjum til nokkurra verkefna:
Úr Fornminjasjóði:
  • 1.170.000 kr vegna fornleifaskráningar í Hegranesi í Skagafirði.
  • 2.750.000 kr vegna verkefnisins Verbúðalíf í Höfnum. Rannsókn á verbúðaminjum í hættu í Höfnum og Kaldrana á Skaga í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands.
Úr Húsafriðunarsjóði:
  • 900.000 kr fyrir málun á tréverki Gamla bæjarins í Glaumbæ.
  • 2.000.000 kr fyrir viðhald húsa á Tyrfingsstöðum.
Auk þess mun Minjastofnun Íslands áfram styðja við Torfhúsaskráningarverkefnið okkar. Þessir styrkir munu koma sér vel og hjálpa til við að efla starfsemi safnsins og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn