Fara í efni

Fréttir

23.03.2016

Styrkir í ýmis verkefni

Nú er runninn upp sá tími ársins þegar flestum styrkjum er úthlutað. Húsafriðunarnefnd hefur tilkynnt um tvo styrki til safnsins, samtals 1,5 millj. kr. og Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra sömuleiðis tvo styrki samtals 850 þús. kr. Forninjasjóður ætlar að styrkja safnið um 4,3 millj. kr. og Safnasjóður um 2,3 millj. kr.
21.03.2016

Ársskýrsla fyrir 2015

Ársskýrslan fyrir 2015 er komin inn á gagnabankann, hér á heimasíðu safnsins
16.03.2016

Sumarstörf

Safnið auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í safn- og staðarvörslu.
08.03.2016

Opnunartímar í vetur

Safnsýningar í Glaumbæ og Áshúsi eru opnar 12-16 sunnudaga, 9-16 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga í vetur. Áskaffi er opið 12-16 sunnudaga - fimmtudaga.
20.12.2015

Rannsóknaskýrslur 2015

Rannsóknaskýrslur sem unnar hafa verið á árinu 2015 eru birtar á gagnabanka heimsíðunnar jafnóðum og þær koma út.
03.12.2015

Rökkurganga og rökkursögur

Kl. 16 sunnudaginn 20. desember bjóða starfsmenn safnsins gestum að ganga í gamla bæinn í Glaumbæ eitt stundarkorn og njóta þess að vera til og hlakka til jólanna. Þetta er í 20. árið sem starfsmenn bjóða gestum að ganga með sér í bæinn og í tilefni af þvi mun hefðin aðeins brotin upp. Enginn aðgangseyrir.
11.11.2015

Gestir

Allar safnsýningarnar eru nú opnar eftir samkomulagi en sunnudaginn 20. desember verður gamli bærinn í Glaumbæ opinn 16-17 fyrir rökkurgöngu.
07.09.2015

Annasamt sumar

Miklar annir hafa verið hjá starfsmönnum safnsins í allt sumar og framundan er úrvinnsla gagna og skýrsluskrif, Fornverkaskólanámskeið á Tyrfingsstöðum, fornleifaskráningar, móttaka gesta, rannsókir, ljósmyndun safnmuna, skráning ljósmynda, fjárhagsgerð, styrkjaumsóknir og allt það sem tilheyrir haustinu.
22.07.2015

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin komin á fullt

Í síðustu viku hófst uppgröftur á 11 aldar kristnum grafreit í Keflavík í Hegranesi en á næstu vikum verða um 20 manns við fornleifa- og jarðfræðirannsóknir víða í Hegranesi. Rannsóknunum stýra Guðný Zoëga, John Steinberger og Douglas Bolender. Þau eru í forsvari fyrir Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsókninnni (Skagafjörður Church and Settlement Survey - SCASS), sem er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga og University of Massachusetts í Boston / The Fiske Center for Archaeological Research. SCASS-verkefnið felst í að samnýta rannsóknir safns og skóla til að öðlast betri skilning á búsetulandslagi á fyrstu öldum byggðar og varð Hegranesið fyrir valinu sem rannsóknarefni.
27.05.2015

Safnið fær styrk frá uppbyggingarsjóði

Uppbyggingarsjóður hefur tilkynnt um styrki til útgáfu rits um þrifnaðarhætti í torfbæjum sem unnið er að og til námskeiða Fornverkaskólans.