Fara í efni

Grunnsýningin í Glaumbæ 70 ára!

Baðstofan í Glaumbæ árið 2019.
Baðstofan í Glaumbæ árið 2019.
Í dag er merkur dagur í sögu Byggðasafns Skagfirðinga, en fyrir 70 árum síðan, eða þann 15. júní árið 1952, opnaði megin sýning Byggðasafnsins „Mannlíf í torfbæjum á 19. öld“ í Glaumbæ. Á sýningunni í bænum má sjá yfir 800 gripi, í 16 mismunandi rýmum, og er áhersla lögð á aðbúnað fólks við matargerð og daglegt líf.
 
Það er gaman að rifja upp aðdraganda þess að sýningin varð til en á sínum tíma var mikill vilji fyrir því að lagfæra og varðveita Glaumbæ en ekki nægilegt fjármagn til þess. Það var síðan árið 1938 sem Mark Watson hreifst af Glaumbæ og veitti 200 sterlingspund til viðgerða á bænum. Þá var hægt að hefjast handa við lagfæringar sem stóðu yfir til ársins 1946 en síðustu ábúendur fluttu út ári síðar. Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað þann 29. maí 1948 (elsta byggðasafn á Íslandi) og sama ár var tekið til við að safna munum í bæinn. Árið 1951 voru þeir munir sem safnast höfðu fluttir inn í Glaumbæ og ári síðar opnaði loks sýningin sem enn stendur í dag, með mörgum af þeim sömu munum og voru þá og að miklu leiti í sömu mynd.
 
Síðan þá hefur safnið vaxið og dafnað og sýningin dregið að sér hundruði þúsundir manna og virðist ekkert lát á áhuganum á sýningunni enda er sýningin sjálf raunar orðin mjög merkileg og varðveisluverð fyrir aldurssakir. Til gamans má geta að margir safngestir hafa haft orð á því hvað sýningin hafi snortið þá og sumir jafnvel tilkynnt safnvörðum að þessi bær og sýningin í honum sé það fallegasta sem þeir hafi séð um ævina. Það er því óhætt að segja að sýningin „Mannlíf í torfbæjum á 19. öld“ standi fyrir sínu.
Fyrir áhugasama getið þið smellt hér og hér til að sjá nokkrar myndir á Sarpi af sýningunni frá miðri síðustu öld.
 
 
English:
Today is a significant day in the history of the Skagfjörður Heritage Museum, 70 years ago, or on June 15th 1952, the main exhibition of the Museum "Life in turf farms in the 19th century" opened for the first time in Glaumbær. On display are over 800 artefacts in 16 different rooms, giving a glimpse into people's daily life in the old days.
 
At the time there was a great desire to repair and preserve Glaumbær, but not enough funds for it. It was not until 1938 that Mark Watson was fascinated by Glaumbær on his visit to Iceland, and provided £200 for repairs to the old turf farm. Renovations lasted until 1946 and the last inhabitants of the farm moved out a year later. The Skagafjörður Heritage museum was founded on May 29th 1948 (the oldest regional museum in Iceland) and the same year a collection of artefacts for the exhibitions was started. In 1951 the items that had been collected were moved into Glaumbær and a year later the exhibition finally opened and is still standing today, much the same as it was 70 years ago.
 
Since then, the museum has grown and prospered and the exhibition has attracted hundreds of thousands of people and there seems to be no end to the interest in the exhibition. The exhibition itself has actually become very remarkable and worth preserving because of its age and history. Many museum visitors have been touched by this exhibition and some have even informed the curators that this farm and the exhibition in it is the most beautiful thing they have ever seen. It is therefore safe to say that the exhibition "Life in turf farms in the 19th century" is one of a kind.
For those who are interested you can click here and here to see some more pictures of the exhibition from its early days.
 
Mynd tekin 1959. Gunnar Rúnar Ólafsson tók.Tugþúsundir fólks koma árlega að skoða Glaumbæ.