Fara í efni

„Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“

Í dag er Alþjóðlegi safnadagurinn og vegna Covid19 er honum fagnað á söfnum með stafrænum lausnum um heim allan. Að þessu sinni vilja söfnin vekja athygli á jafnrétti og fagna fjölbreytileikanum með yfirskriftinni „Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra“ (e. Museums for Equality: Diversity and Inclusion) en höfuðatriði samfélagslegs gildis safna er möguleikinn á því að bjóða fólki af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn að upplifa einstaka hluti. Það er gert til dæmis með því að vekja máls á ýmsum ójöfnuði, getur tekið til margra atriða; til dæmis þjóðernis, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, félagslegs bakgrunns, menntunarstigs, líkamlegrar getu, stjórnmálaskoðana og trúarbragða.

Byggðasafn Skagfirðinga varðveitir fjölda safngripa sem tilheyrðu ólíku fólki. Í tilefni dagsins viljum við, í samstarfi við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, draga fram og sýna myndir af einstaklingum og gripum sem þeim tilheyrðu sem voru innflytjendur - ýmist fóru héðan til Vesturheims eða settust að í Skagafirði og auðguðu samfélagið svo um munaði. Við sýnum einnig gripi frá áhugaverðu og kraftmiklu fólki sem tókst á við áskoranir eða mótlæti sökum einhverra ofangreindra þátta en lét það aldeilis ekki stoppa sig.

Myndirnar má skoða á Facebook-síðu Byggðasafnsins, hér

--

Today is International Museum Day (IMD), which represents a unique moment for the international museum community. The objective of IMD is to raise awareness about the fact that, “Museums are an important means of cultural exchange, enrichment of cultures and development of mutual understanding, cooperation and peace among peoples.” This year the theme is “Museums for Equality: Diversity and Inclusion”. With this theme, IMD 2020 aims at becoming a rallying point to both celebrate the diversity of perspectives that make up the communities and personnel of museums, and champion tools for identifying and overcoming bias in what they display and the stories they tell. Because of Covid19 the theme is celebrated through technology this year instead of having events in the museums.

Byggðasafn Skagfirðinga has many collectors items from different and diverse people. To honor the International Museum Day we are collaborating with Héraðsskjalasafn Skagfirðinga in bringing forth and show pictures of people and items that once belonged to them. Those are immigrants which either moved to or from Skagafjörður and enriched their new communities. Also interesting and strong people who took the challenges that life threw their way and persisted or even thrived.

The pictures are on the museums Facebook-page, here