Fara í efni

Byggðasafnið hlýtur styrki úr safnasjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur alls 4,1 milljón króna úr safnasjóði fyrir árið 2020. Tilkynnt var um úthlutunina á dögunum að Mennta- og menningarmálaráðherra hafi úthlutað alls 177.243.000 kr. úr safnasjóði, að fenginni umsögn safnaráðs. Tilgangur sjóðsins er að efla starfsemi safna í landinu.

„Veittir eru 111 styrkir til eins árs að heildarupphæð 139.543.000 kr. Veittir eru 13 Öndvegisstyrkir sem skiptast svo: fyrir árið 2020 kr. 37.700.000, fyrir árið 2021 kr. 40.700.000 og fyrir árið 2021 kr. 32.000.000. Heildarupphæðin fyrir styrktímann er 110.400.000 kr.,“ segir í tilkynningu á heimasíðu safnaráðs.

Byggðasafn Skagfirðinga fær þrjá verkefnastyrki:

  • 1.800.000 Safn og samfélag:
    Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið að leggja ríkari áherslu á að virkja og efla tengsl safnsins við nærsamfélagið með markvissum hætti, sem liður í nýrri safnstefnu safnsins. Það er m.a. gert með því að leggja aukna áherslu á að ná til barna, ungmenna og fjölskyldufólks t.d. með því að standa fyrir fleiri viðburðum og vera sýnilegri á samfélagsmiðlum. 
  • 1.500.000 Heildaryfirsýn yfir safnkost:
    Tilgangur verkefnisins er að fara í algjöra kortlagningu á hinum óskráða safnkosti og ná heildaryfirsýn yfir safnkost Byggðasafnsins sem er liður í því fullnaðarskráningarátaki sem hafist var handa við samhliða flutningi safnkostsins. 
  • 800.000 Samstarf viðurkenndra safna á Norðurlandi vestra:
    Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hafa undanfarið ár verið að efla faglegt samstarf safnanna. Á árinu 2020 stefna söfnin á að halda því góða samstarfi áfram.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!

Nánar um má lesa um styrkveitinguna hér.