05.10.2022
Starf deildarstjóra fornleifadeildar auglýst laust til umsóknar
Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir starf deiladrstjóra fornleifadeildar laust til umsóknar. Deildarstjóri fornleifadeildar annast daglegan rekstur fornleifadeildar og hefur yfirumsjón með rannsóknarstarfsemi og öðrum verkefnum Byggðasafns Skagfirðinga á sviði fornleifafræði, í samráði við safnstjóra og í samræmi við stofnskrá safnsins og samþykkta safnstefnu. Í því felst umsjón og fjármögnun verkefna, stefnumótun, rannsóknastarfsemi og miðlun. Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er í Glaumbæ.