Fara í efni

Fréttir

Fornverkaskólinn hlaut Minjaverndarviðurkenningu MÍ
25.11.2023

Fornverkaskólinn hlaut Minjaverndarviðurkenningu MÍ

Í gær á ársfundi Minjastofnunar Íslands 2023, veitti stofnunin Fornverkaskólanum í Skagafirði sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til varðveislu á fornu byggingarhandverki.
Vetrardagur í Glaumbæ á barnabókamessunni.
14.11.2023

Vetrardagur í Glaumbæ komin úr prentun

Vetrardagur í Glaumbæ er nú komin úr prentun en útgáfuhóf bókarinnar og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi sunnudaginn 3. desember. Bókin er ríkulega myndskreytt framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ en í sögunni er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd kíkti í heimsókn
08.11.2023

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd kíkti í heimsókn

Í lok síðustu viku fengum við góða heimsókn frá Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Starfsfólk safnsins sýndi þeim og sagði frá hinum ýmsu hliðum í starfsemi safnsins.
Svipmynd frá Amsterdam.
03.11.2023

Farskóli FÍSOS

Árlegur farskóli FÍSOS fór að þessu sinni fram í Amsterdam dagana 10. – 13. október. Fjórir starfsmenn safnsins fóru á farskólann og sóttu ýmis konar söfn heim og fræddust um fjölbreytta starfsemi þeirra, þ.á.m. sýningar og sýningagerð, varðveislurými, forvörslu og fræðslu.
Útgáfuhóf hjá Þjóðminjasafni Íslands
02.11.2023

Útgáfuhóf hjá Þjóðminjasafni Íslands

Við vekjum athygli á útgáfuhófi bókarinnar „Á elleftu stundu“ eftir Kirsten Simonsen í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 14.
Sögupersónur í Vetrardagur í Glaumbæ skera út í laufabrauð.
02.11.2023

Aðventugleði

Bjóðum öll velkomin á aðventugleði í Glaumbæ sunnudaginn 3. desember kl. 16-18. Útgáfuhóf bókarinnar "Vetrardagur í Glaumbæ" og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler. Þá verður líf og fjör á safnsvæðinu.
Rökkurganga
02.11.2023

Rökkurganga

Bjóðum öll velkomin á Rökkurgöngu í Glaumbæ þann 10. desember! Safnið og kaffihúsið verður opið milli kl. 15 og 17 en sögustund í baðstofunni hefst um kl. 15:20. Við hvetjum fólk til þess að mæta með góða skapið og vasaljós, hlökkum til að sjá ykkur!
Vel heppnuð hrekkjavaka
31.10.2023

Vel heppnuð hrekkjavaka

Á laugardaginn var metaðsókn á hrekkjavöku í Glaumbæ þegar um 300 gestir komu til að upplifa hrollvekjandi stemmningu í gamla bænum, gæða sér á skelfilega girnilegum veitingum og föndra skuggalega hluti í Áshúsi.
Upptaka af málþingi komin í loftið / A recording of the symposium is now online
26.10.2023

Upptaka af málþingi komin í loftið / A recording of the symposium is now online

Þá er upptakan frá málþinginu um Torfarfinn, sem haldið var þann 4. september síðastliðinn, komin í loftið! / The recording from the symposium about the turf heritage is now available online!
Sögustund og skuggalísur í baðstofunni.
17.10.2023

Hrekkjavaka þann 28. október

Það verður hryllilega gaman í Glaumbæ laugardaginn 28. október frá kl. 18-21.