Í gær á ársfundi Minjastofnunar Íslands 2023, veitti stofnunin Fornverkaskólanum í Skagafirði sérstaka viðurkenningu fyrir framlag þeirra til varðveislu á fornu byggingarhandverki.
Fornverkaskólinn er á vegum Byggðasafns Skagfirðinga í samstarfi Tréiðnadeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Háskólans á Hólum. Byggðasafnið hefur haft það hlutverk að sinna verkefnastjórnun og styrkjaumsóknum.
Meðal þess sem kemur fram í umsögn Minjastofnunar:
"Með námskeiðum sínum hefur skólinn miðlað þekkingu til áhugafólks og fagfólks innan minjavörslu á gömlu handverki og um leið stuðlað að varðveislu handverkshefða sem hafa verið á undanhaldi. Þekking á gömlum byggingaraðferðum er forsenda þess að hægt sé að halda við torfhúsaarfi þjóðarinnar."
Og eins og Guðlaugur Þór umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagði "[...]ekki bara þjóðarinnar heldur bara heimsins."
Við erum stolt af því að vera þátttakendur í þessu frábæra verkefni og þakklát fyrir þessa viðurkenningu!