Fara í efni

Útgáfuhóf hjá Þjóðminjasafni Íslands

Við vekjum athygli á útgáfuhófi bókarinnar „Á elleftu stundu“ eftir Kirsten Simonsen í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 14. Bókin kemur út í kjölfar samnefndrar sýningar, en til gamans má geta að hluti þeirrar sýningar er einmitt í láni hjá Byggðasafninu á sýningunni „Hér stóð bær“ í Gilsstofunni í Glaumbæ. Bókin er ríkulega myndskreytt og veitir einstaka innsýn í fjölbreytta íslenska byggingararfleifð. Við óskum Kirsten og Þjóðminjasafninu innilega til hamingju með þessa glæsilegu útgáfu og bendum áhugasömum á að það má m.a. nálgast bókina í safnbúð Byggðasafns Skagfirðinga.