Fara í efni

Vetrardagur í Glaumbæ komin úr prentun

Vetrardagur í Glaumbæ á barnabókamessunni.
Vetrardagur í Glaumbæ á barnabókamessunni.

Önnur barnabók Byggðasafnsins, "Vetrardagur í Glaumbæ" er nú komin úr prentun en útgáfuhóf bókarinnar og sýningaropnun samnefndrar sýningar verða í Áshúsi sunnudaginn 3. desember þar sem hægt verður að skoða bókina og virða fyrir sér teikningar og málverk eftir Jérémy Pailler auk þess sem að það verður líf og fjör á safnsvæðinu, sjá nánar hér.

Bókin er framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ en í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning. Vetrardagur í Glaumbæ er söguleg skáldsaga sem veitir börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar. Þrátt fyrir að einungis séu um 140 ár frá því sagan á að hafa átt sér stað hefur daglegt líf fólks tekið gríðarlegum breytingum og er fátt sambærilegt í lífi fólks þá og nú. Sumt breytist þó ekki í tímans rás – eins og fjölskyldubönd, þörf fyrir öryggi, vinskap, gæðastundir og hlátur, og ekki síst ánægjan við að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Sögusviðið er Glaumbær, prestsetur í Skagafirði, sem taldist til efnameiri bæja með tilheyrandi umsvifum. Sagan er að mestu byggð á raunverulegum frásögnum og fólki sem bjó í Glaumbæ og Skagafirði á 19. öld. Bókin kemur út á íslensku, ensku, frönsku og þýsku.

Bókin var á barnabókamessunni í Hörpu í síðustu viku þar sem henni var vel tekið en hún mun einnig verða á bókahátíðinni í Hörpu þann 25. og 26. nóvember fyrir þau sem hafa áhuga.

Þau sem vilja eignast eintak eða fá bókina í endursölu eru hvött til að hafa samband í gegnum byggdasafn@skagafjordur.is

Hlökkum til að sjá ykkur í útgáfuhófi!

/

The museum's second children's book, "A Winter Day at Glaumbær" is now out of print, but the book launch party of the book and the opening of the exhibition of the same name will take place in Áshús on Sunday, December 3d, where you will be able to view the book and admire drawings and paintings by Jérémy Pailler, as well as there will be life and excitement in the museum area, see more here.

A Winter Day at Glaumbær is the sequel to the book, A Summer Day at Glaumbær. In this delightfully illustrated story, we follow Jóhanna, Siggi and the farm dog Ysja as they prepare for Christmas. A Winter Day at Glaumbær is a historical fiction for children and adults alike. The story gives an insight into the life of children in Iceland in the second half of the 19th century. Despite the story being set only around 140 years ago, people's daily lives have changed drastically since then, and there is very little that compares to modern life. However, some things never change - family bonds, the need for security, friendship, good times and laughter, and last but not least the joy of letting ones imagination run free. The story is set at the affluent vicarage of Glaumbær in Skagafjörður. The story is inspired by real people who lived in Glaumbær and Skagafjörður during the 19th century. The book is published in Icelandic, English, French and German.

The book was at the children's book fair in Harpa last week where it was well received, but it will also be at the book festival in Harpa on November 25th and 26th for those who are interested.

Those who want to acquire a copy or have the book for resale are encouraged to contact us via byggdasafn@skagafjordur.is 

Looking forward to seeing you at the book launch party!