Fara í efni

Vel heppnuð hrekkjavaka

Á laugardaginn var metaðsókn á hrekkjavöku í Glaumbæ þegar um 300 gestir komu til að upplifa hrollvekjandi stemmningu í gamla bænum, gæða sér á skelfilega girnilegum veitingum og föndra skuggalega hluti í Áshúsi. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og vonum að þið hafið skemmt ykkur vel!