Fara í efni

Safnið hlaut tæpar 11 milljónir úr fornminjasjóði 2024

Rétt við Heljará í Kolbeinsdal.
Rétt við Heljará í Kolbeinsdal.
Úthlutun úr fornminjasjóði 2024 hefur nú farið fram en 23 verkefni, af 63 sem sóttu um, fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni, að heildarupphæð 79.485.000 kr. Byggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 10.900.000 kr í styrk:
 
  • 8.000.000 kr fyrir verkefnið "Verbúðalíf á Höfnum. Rannsókn á verbúðaminjum í hættu á Höfnum á Skaga".
    Minjar á Höfnum á Skaga voru skráðar af Byggðasafni Skagfirðinga árið 2008 og árið 2022 var gerð rannsókn til að kanna ástand þeirra. Sumarið 2023 hófst síðan fornleifarannsókn á verbúðaminjum á Höfnum sem fram verður haldið í sumar. Verkefnið er nú samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Háskólans á Hólum og UMASS Boston.
  • 2.900.000 kr styrk fyrir verkefnið "Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal og Kolbeinsdal".
    Heildarskráning fornleifa í Hjaltadal og Kolbeinsdal miðar að því að skrá allar þekktar minjar í dölunum tveimur auk þess að leita uppi óþekktar fornleifar. Á svæðinu er víða skriðuhætta og stafar minjum hætta af þeirri vá. Það er því mikilvægt að eiga yfirlit yfir minjar á svæðinu ef skriður falla og er það einn megintilgangur verkefnsins, að koma á fót því yfirliti.
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!
 
Yfirlit úthlutana úr fornminjasjóði 2024 má sjá hér.