Fara í efni

Sumarfstarfsfólk

Eins og fram kemur í auglýsingu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir Byggðasafnið eftir starfsfólki.
Um er að ræða ferðaþjónustutengd sumarstörf sem lúta að því að taka á móti innlendum og erlendum gestum okkar. Aldurstakmark umsækjenda er 17 ár. Hann þarf að geta tjáð sig á a.m.k. tveimur tungumálum (íslensku og öðru til, því fleiri því betra), vera mannblendin, kurteis, hafa ríka þjónustulund og  áhuga á sögu lands og þjóðar. Safnið er reyklaus vinnustaður. Umsóknarfrestur er til 20. apríl.