Fara í efni

Starf deildarstjóra fornleifadeildar auglýst laust til umsóknar

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir starf deildarstjóra fornleifadeildar laust til umsóknar. Deildarstjóri fornleifadeildar (deildarstjóri 1 – BHM-11) annast daglegan rekstur fornleifadeildar og hefur yfirumsjón með rannsóknarstarfsemi og öðrum verkefnum Byggðasafns Skagfirðinga á sviði fornleifafræði, í samráði við safnstjóra og í samræmi við stofnskrá safnsins og samþykkta safnstefnu. Í því felst umsjón og fjármögnun verkefna, stefnumótun, rannsóknastarfsemi og miðlun. Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er í Glaumbæ.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjendur skulu hafa lokið mastersprófi í fornleifafræði.
  • Gerð er krafa um starfsreynslu og þekkingu á rannsóknaraðferðum.
  • Bílpróf er skilyrði.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum sem og skipulagshæfni.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti, er nauðsynleg.
  • Reynsla af stjórnun fornleifarannsókna og –skráninga er æskileg, sem og þekking á landupplýsingakerfum.

Um er að ræða 100% starfshlutfall. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember 2022, eða eftir samkomulagi. 

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2022.