Fara í efni

Siggi Marz 80 ára!

Í dag er stórafmæli hjá Sigurði Marz Björnssyni, betur þekktum sem Sigga á Tyrfingsstöðum. Hann er nú orðinn 80 ára og sendum við okkar allra bestu kveðjur á Kjálkann í tilefni dagins. Eins og mörg vita er Siggi ómetanlegur hluti af Fornverkverkaskólaverkefninu, eftir hann liggja ófá handtök og hann hefur reynst góður félagi og samstarfsmaður. Þá hefur hann líka brallað sitthvað fleira með safninu eins og að vera fyrirsæta og leikari eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Húrra fyrir Sigga!