Fara í efni

Rannsóknir á Höfnum á Skaga í Landanum

Byggðasafn Skagfirðinga í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands vinnur að rannsókn á verstöðvunum (Hafnabúðum, Piltabúðum og Rifsbúðum) á Höfnum á Skaga. Þar er fjöldinn allur af minjum (hátt í 100), mest um sjósókn en einnig um landbúnað. Þarna gætir líka töluverðs landbrots af völdum sjávar og er sá hluti minjanna sem er alveg við sjávarbakkann, í mikilli hættu af þess völdum.

Það er erfitt að meta umfang landbrotsins þar sem lítið er af gömlum loftmyndum af svæðinu en á mörgum stöðum er aðeins bláendi tófta eftir svo við vitum að það eru margir metrar þegar farnir og og líklega mikið af minjum líka. En staðurinn er gríðarlega spennandi og þarna er rannsóknarefnið þúsund ára saga fiskveiða við Ísland.

Í Landanum á RÚV er rætt við þær Lísabetu og Lilju Laufeyju við lok rannsóknar í sumar. Myndslagið um fornleifarannsóknirnar má sjá á 1:35: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/32541/9man77