Fara í efni

Byggðasafnið óskar eftir starfsfólki

Finnst þér fortíðin heillandi? Hefur þú áhuga á sögu og minjum? Viltu starfa í fallegu umhverfi í góðum félagsskap? Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar; Verkefnastjóra matarupplifunar, sumarstörf við safnvörslu og í kaffihúsi. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2023.

  • Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir verkefnastjóra matarupplifunar. Verkefnastjóri matarupplifunar hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld og bakstur. Sér um að skipuleggja matseðla í samráði við safnstjóra og annast innkaup og hráefni og áhöldum. Sveigjanleiki er í boði varðandi starfshlutfall. Tímabil ráðningar frá apríl fram í október, eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér. 

  • Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir sumarstarfsfólki á kaffihús safnsins í Glaumbæ í 100% starfshlutfalli. Í starfinu felst framreiðsla og undirbúningur á mat, móttöku gesta, söluuppgjör, frágangur og þrif og önnur tilfallandi verkefni. Tímabil ráðningar er samkomulagsatriði en um er að ræða tímabilið frá maí til september. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.  Nánari upplýsingar um starfið má finna hér. 

  • Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir sumarstarfsfólki í starf safnvarða í 100% starfshlutfalli. Starf safnvarðar felst í að taka á móti gestum og segja þeim sögu húsa, staðar og sýninga á safnasvæðinu í Glaumbæ. Í starfinu felst einnig muna- og staðarvarsla, söluuppgjör og þrif. Tímabil ráðningar er samkomulagsatriði en um er að ræða tímabilið frá maí út september. Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2023.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, berglind@skagafjordur.is, 453-6173. Upplýsingar um laun veitir launadeild sveitarfélagsins: launadeild@skagafjordur.is. Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Með umsókn skal fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.