Fara í efni

Nýr Verkefnastjóri matarupplifunar

Við bjóðum Berglindi Róbertsdóttur hjartanlega velkomna til starfa en hún hefur tekið við svuntunni af Maríu Eymundsdóttur sem Verkefnastjóri matarupplifunar hjá safninu og mun sjá um kræsingarnar á borðum Áshúss í sumar en kaffihúsið opnar 20. maí.
 
Gaman er að segja frá því að Berglind á líka sterka tengingu við Áshúsið en hún er afkomandi Sigurlaugar Gunnarsdóttur (1828-1905) og Ólafs Sigurðssonar í Ási (1822-1908), sem létu einmitt byggja Áshús á sínum tíma. Það er því óhætt að segja að upplifunin í Áshúsi í sumar verði eins upprunaleg og mögulegt er.