Fara í efni

Noregsheimsókn vegna NORA / Norway visit for NORA

Dagana 31. júlí - 4. ágúst skruppu nokkrir starfsmenn safnsins í heimsókn til Noregs vegna NORA verkefnisins "Viking Networks & Young Adults" sem viðkomandi starfsmenn eru þátttakendur í. Um er að ræða samstarf milli Byggðasafns Skagfirðinga, Lofotr Viking Museum í Noregi, Kyle & Lochalsh Community Trust í Skotlandi og Kujataa - World Heritage í Grænlandi.
Meginþema heimsóknarinnar var sjálfbærni og í Noregi var fundað og hlustað á fyrirlestra sem sneru að efninu, skálabyggingin og sýningin í Lofotr Víkingasafninu voru skoðuð, farið á Víkingahátíðina sem haldin er árlega hjá safninu. Þá voru Polarhagen Lofoten, sem stunda lífræna garðyrkju, og Aalan Gård, þar sem er stundaður geitabúskapur, heimsótt.
/
On 31. July - 4. August, a few of the museum's staff members had a wonderful trip to Norway for the NORA project "Viking Networks & Young Adults". It is a collaboration between the Skagafjörður Heritage Museum in Iceland, the Lofotr Viking Museum in Norway, Kyle & Lochalsh Community Trust in Scotland, and Kujataa UNESCO World Heritage, Norse and Inuit Farming at the Edge of the Ice Cap in Greenland.
The main theme of the visit was sustainability, and in Norway they had meetings and lectures on the topic, looked at the longhouse and the exhibition in the Lofotr Viking Museum, went to a Viking festival and visited Polarhagen Lofoten, which practices organic gardening, and Aalan gård, where goat farming is practiced.